154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[13:44]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Mig langar að byrja á að minna á að það varð nú hækkun á miðju ári, einmitt til að mæta verðbólgunni. Ég veit ekki af hversu mikilli athygli hv. þingmaður hefur hlustað á ræðu mína ef honum fannst ég eingöngu hafa verið að tala um að hér væri allt í góðu. Stór hluti ræðu minnar fjallaði um verðbólgu og vexti og þau jákvæðu teikn sem eru á lofti um að við séum að ná árangri í þeirri baráttu. Ég get ekki skilið það að orð mín segi að hér sé allt í standi.

Mig langar síðan að segja varðandi spurningu hv. þingmanns, að hér er búið að fara vel yfir það. Hæstv. fjármálaráðherra svaraði þessu ágætlega hér áðan og það er ekkert sem ég hef við það að bæta að sinni.